Kanadísk heilbrigðisyfirvöld hafa innkallað ginflöskur frá Bombay Sapphire því fundist hafa eintök þar sem áfengismagnið var tvöfalt meira en innihaldslýsingin segir til um. Sagði kanadíska matvælastofnunin að flöskurnar innihéldu 77% alkóhól í stað þess hins hefðbundna 40%, en hún sagði að einungis væri um lítill hluta þeirra flaskna sem seldar hefðu verið, og engar fréttir væru um að innihaldið hefði valdið skaða.

Bacardi, sem framleiðir Bombay Sapphire, er fjórða stærsti framleiðandi sterks áfengis í heiminum og framleiðir um 300 milljón lítra á ári. Sala á Bombay Sapphire hefur vaxið mikið á síðustu árum, og nemur það um 8% af heildarsölu Bacardi, en fyrirtækið sem staðsett er í Bermuda, selur vörur sínar í 160 löndum um heim allan.

Framleiðsla fyrirtækisins fer fram í um 30 löndum, og má þar nefna Skotland, Ítalíu, Indland, Frakkland, Spán, Þýskaland, England og Mexíkó, að því er CNN Money greinir frá.