Askja hefur tilkynnt Neytendastofu að innkalla þurfi ellefu bifreiðar af gerðinni Kia Optima. Ástæða innköllunarinnar er sú að villa er í hugbúnaði svokallaðrar MCF myndavélar sem valdið getur truflunum í öryggisbúnaði bifreiðanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Neytendastofu.

Umræddar bifreiðar eru meðal annars búnar sjálfvirkri neyðarhemlun sem byggir meðal annars á upplýsingum úr umræddum myndavélum. Viðgerð á gallanum felst í að uppfæra hugbúnað bílsins en það tekur um klukkustund. Eigendum verður tilkynnt um innköllunina símleiðis.

Í tilkynningu Neytendastofu segir að um sé að ræða bifreiðar framleiddar árin 2019 og 2020.