Neytendastofa hefur tilkynnt um innkallanir á samtals 110 bifreiðum hjá bílaumboðunum BL og Tesla motors Iceland.

BL þarf að innkalla 86 Subaru VX bifreiðar af árgerð 2018-2019. Ástæða innköllunarinnar er sögð vera möguleiki á að boltar á festingu fyrir jafnvægisstöng geti losnað.

Þá þarf Tesla motors Iceland að kalla inn 24 Model 3 bifreiðar af árgerð 2018 - 2021. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að herða þurfi bolta í bremsudælum.

Viðkomandi bifreiðareigandum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis. Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.