Japanskir bílaframleiðendur þurfa að innkalla um 3,4 milljónir bíla vegna galla í loftpúða. Flestir bílarnir eru frá Toyota, um 1,7 milljónir, og eru þeir framleiddir á árunum 2000-2004 og voru seldir um allan heim.

Toyota er stærsti bílaframleiðandi heims en á í harðri baráttu við Ford um titilinn.

Einnig þarf að innkalla bíla frá Nissan, Honda og Mazda. Bílaframleiðendurnir fengu allir loftpúðana frá japanska birgjanum Takata, sem telur púðana gallaða.