Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hefur ákveðið að innkalla frá neytendum vörurnar Energy For You Nanoclustered Water og Wayback Water - Energy For You Nanoclustered Water.

Í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirlitinu segir að þessar vörur séu framleiddar „af fyrirtæki án starfsleyfis og við aðstæður sem samræmast ekki lögum um matvæli nr. 93/1995 og reglugerðum settum með stoð í þeim. Þetta gerir það að verkum að ekki er hægt að fullyrða að vörurnar séu öruggar til neyslu."

Þeim sem hafa keypt vatnið er bent á að drekka það ekki heldur henda því eða skila því til þeirrar verslunar þar sem það var keypt.

„Samkvæmt upplýsingum sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur fengið hafa þessar vörur verið seldar í Heilsutorgi Blómavals og Lyfsalanum Glæsibæ. Einnig hafa borist upplýsingar um að vörunum hafi verið dreift í beinni sölu til einstaklinga en það hefur ekki verði staðfest af Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.