Hlutabréf í félaginu lækkuðu um 5% í viðskiptum gærdagsins þegar í ljós kom að kostnaður félagsins vegna innkallananna yrði 220 milljónir bandaríkjadala, sem samsvarar rúmum 23 milljörðum íslenskra króna. Bílarnir sem verða innkallaðir voru framleiddir á undanförnum þremur árum fyrir heimamarkað fyrirtækisins.

Farið verður yfir öryggisbúnað innkallaðra bíla og hefur fyrirtækið hafið rannsókn á því hvers vegna öryggisprófanir þess standast ekki kröfur japanskra stjórnvalda. Framkvæmdastjóri Nissan hefur beðið viðskiptavini fyrirtækisins afsökunar á því óhagræði sem innköllunin gæti valdið þeim.

Sesena og Note voru meðal þeirra tegunda sem verða innkallaðar. Nissan er næststærsti bílaframleiðandi landsins og annar bílaframleiðandinn til að komast í hann krappann vegna opinbers eftirlits. Í apríl í fyrra fékk Mitsubishi skömm í hattinn þegar í ljós kom að félagið hafði falsað tölur um útblástur tiltekinna tegunda.