*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Innlent 22. nóvember 2004 11:24

Innkauparáðstefna Ríkiskaupa á morgun

Ritstjórn

Árviss Innkauparáðstefna Ríkiskaupa verður haldin á Grand Hótel Reykjavík á morgun, þriðjudaginn 23. nóvember. Dagskrá ráðstefnunnar er í senn vönduð og áhugaverð enda venjan sú að húsfyllir er á ráðstefnunum. Eins og í fyrra hefst dagurinn á vinnustofum fyrir hádegi sem þá gáfust einkar vel. Á þeim verður nú fjallað um lögfræði innkaupa, RM og helstu nýjungar þar, hver líftímakostnaður er og hvernig hann er fundinn. Loks mun MasterCard kynna hagnýtingu Innkaupakorts ríkisins og farið verður yfir útboðsáætlun rammasamninga næstu 18 mánuðina.

Að loknum hádegisverði mun Geir H. Haarde fjármálaráðherra formlega setja ráðstefnuna en auk hans mun Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra fjalla um sjónarmið ríkisstjórnarinnar í innkaupum ríkisins og áherslu á vistvæn innkaup. Fjöldi annarra áhugarverðra fyrirlesara kemur fram en nánari dagskrá ráðstefnunnar.