Japanski bílaframleiðandinn Nissan gerir nú ráð fyrir því að tekjur fyrirtækisins verði lægri á árinu en áður var reiknað með. Helstu ástæðurnar er lélegri bílasala en vænst var og mikill kostnaður vegna endurköllunar á bílum sem hafi reynst fyrirtækinu þungur í skauti.

Nissan hagnaðist um 107,8 milljarða jena á öðrum ársfjórðungi í bókum félagsins sem er 2% meira en fyrir ári. Tekjur námu 2.500 milljörðum jena sem er 16% meira en í fyrra.

Gert er ráð fyrir því að hagnaður Nissan verði 355 milljarðar jena sem er 15,5% lægra en árið 2012.