Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hóf innköllun á dísil bifreiðum í Þýskalandi fyrir um það bil þremur vikum. Á þeim tíma hefur félagið gert við 4.300 bifreiðar, eða um 1.400 á viku.

Ef viðgerðir halda áfram með sama hraða þá verður fyrirtækið búið að gera við allar 2,4 milljónir bifreiðanna árið 2048. Fyrirtækið áætlar að ljúka viðgerðum á flestum bifreiðunum fyrir lok þessa árs. Ef fyrirtækið ætlaði að klára viðgerðir á þessu ári þyrfti það að gera við 46.000 bifreiðar á viku.

Volkswagen hefur lent í miklum erfileikum vegna viðgerðanna. Hafa þarf samband við eiganda bifreiðanna, panta tíma á verkstæði, viðgerðir eru mismunandi fyrir hverja og eina bíltegund. Viðgerðir Volkswagen í þýskalandi er þó skrefi á undan viðgerðunum í Bandaríkjunum, en þar eiga stjórnvöld ennþá eftir að samþykkja viðgerðaráætlun bílaframleiðandans. Tillögur Volkswagen að viðgerðum þar í landi var hafnað af yfirvöldum, og hafa viðgerðir því ekki hafist.

Volkswagen hefur sagt að viðgerðirnar í Þýskalandi séu á áætlun, en fjöldinn muni aukast mikið þegar kemur að öðrum gerðum, s.s. Passat sedan og öðrum sambærilegum tegundum.

Hlutabréfaverði Volkswagen hefur lækkað um tæplega 40% frá því að upp komst um hneykslismálið í september sl.