Heildareignir innlánsstofnana námu þrjú þúsund milljörðum í lok mars og heildarskuldir 2.692 milljörðum að því er fram kemur í nýbirtum Hagtölum Seðlabanka Íslands. Innlán í mars námu 61% af heildarskuldum innlánsstofnana eða 1.639 milljörðum króna.  Af hálfu Seðlabankans er tekið fram að nú liggi fyrir bráðabirgðagögn fyrir fyrsta ársfjórðung 2010 í fullri sundurliðun og þar sem töluverð óvissa ríki um mat á eignum í kjölfar bankahrunsins kunni gögnin að breytast eftir því sem áreiðanlegra verðmat verði til.