Innlán Byrs jukust a síðasta ári um 106% samfara fjölgun viðskiptavina. Heildareignir Byrs jukust einnig og námu þær í lok ársins 253.309 m.kr., sem jafngildir 37% hækkun frá árinu áður. Rekstraráætlun Byrs 2009 gerir ráð fyrir jákvæðri afkomu á þessu ári.

Innlán viðskiptavina námu 144.600 m.kr. og jukust um 106,3% á árinu eins og áður sagði. Vaxtamunur tímabilsins var 2,2% samanborið við 1,9% árið 2007. Heildareignir numu 253.209 m.kr. og jukust um 37% á árinu.

Eigið fé Byrs var var 16.213  m.kr. og eiginfjárhlutfall sparisjóðsins 8,3% og er því innan lögbundinna marka. Afkoma sparisjóðsins var neikvæð um 28.881 m.kr. eftir skatta og er þar um verulegan viðsnúning að ræða frá fyrra ári, þegar hagnaður eftir skatta nam 7.929 m.kr. Virðisrýrnun útlána, krafna og óefnislegra eigna nam 29.202 m.kr.