Hollenska bankatryggingafyrirtækið ING Groep NV hefur staðfest að samkomulag hafi nást við breska fjármálaráðuneytið um að það kaupi innlán Kaupthing Edge í Bretlandi og aða sama skapi kaupi innláns sem er í eigu Hertiable Bank, sem var í eigu Landsbankans.

ING borgar 2,5 milljarða sterlingspunda fyrir innlán Kaupthing Edge og 538 milljónir punda fyrir inneignir Heritable.

Sérstaka athygli vekur að í tilkynningu Dow Jones-fréttaveitunnar um kaupin að sérstaklega tekið fram að samkomulagið hafi náðst við breska fjármálaráðuneytið.

Eins og áður hefur komið fram hafa allar eignir Landsbankans verið frystar í Bretlandi.