Icesave innlánsformið, sem Landsbankinn hóf að reka í Bretlandi fyrir ári síðan, er nú með um 100.000 viðskiptavini og 4 milljarða breskra punda í innstæðum eða ríflega 500 milljarða króna. Hlutfall innlána Landsbankans af útlánum til viðskiptavina nemur nú 76% samanborið við 47% í byrjun ársins og 34% í upphafi síðasta árs.

Í tilkynningu bankans kemur fram að þessi þróun er mjög mikilvæg fyrir Landsbankann, einkum og sér í lagi þar sem ákveðins óróa er farið að gæta á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

Viðskiptavinirnir Icesave voru yfir 90 þúsund talsins og innstæða þeirra um 3,4 milljarða punda í lok júní þannig að þeim hefur fjölgað hratt.