*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 27. nóvember 2011 14:41

Innlánsstofnanir eiga tæpa 2.900 milljarða

Langstærsti hlutinn í formi innlendra eigna. Skuldirnar nema 2.400 milljörðum króna.

Ritstjórn
Aðrir ljósmyndarar

Heildareignir innlánsstofnana námu 2.876 milljörðum króna í lok október sl. og höfðu eignirnar því hækkað um 25 milljarða króna frá lok september.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans.

Innlendar eignir námu 2.542 milljörðum króna og höfðu þá hækkað um tæpa 2 milljarða frá síðasta mánuði. Erlendar eignir námu 334 milljörðum króna í lok október og höfðu þá hækkað um 23 milljarða frá fyrri mánuði.

Þá kemur fram að í lok október námu skuldir innlánsstofnana 2.400 milljörðum króna og höfðu þá hækkað um 22 milljarða frá september. Þar af voru innlendar skuldir 2.241 milljarðar króna en erlendar skuldir 159 milljarðar. Eigið fé innlánsstofnana í lok október sl. var 476 milljarðar króna.

Fram kemur að útlán Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og NBI hf. eru í þessum tölum metin á kaupvirði þ.e. því virði sem þessir aðilar keyptu útlánasafnið á af fyrirrennurum sínum. Lánasöfnin eru endurmetin reglulega sem getur leitt til hækkunar eða lækkunar á virði einstakra lána.