*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 11. október 2018 08:02

Innleiða umhverfisvæna prentlausn

Landspítali og Optima hafa unirritað samning um innleiðingu og rekstur á nýju aðgangstýrðu prentumhverfi, sem nefnist Prentský.

Ritstjórn
Ágúst Kristján Steinarrsson, verkefnastjóri hjá LSH, Jóhann Bjarni Magnússon, gæða- og öryggisstjóri hjá LSH, Jón Hilmar Friðriksson, framkvæmdastjóri hjá LSH, Þorsteinn G.A Guðnason, framkvæmdastjóri Optima, Ómar Ingi Tryggvason, forstöðumaður sölu- og m
Aðsend mynd

Nú á dögunum undirrituðu Landspítali og Optima ehf. samning til sex ára um innleiðingu og rekstur á nýju aðgangstýrðu prentumhverfi, sem nefnist Prentský. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Undanfarin 7 ár hefur Optima rekið samskonar lausn á Landspítala en í upphafi árs var verkefnið boðið út á ný og varð Optima hlutskarpast í því útboði.

Prentlausn sem þessi er umhverfisvæn og lækkar rekstrarkostnað umtalsvert. Áætlað er að Landspítali hafi sparað tugi milljóna á ári frá því að lausnin var fyrst innleidd.

Verkefnið er umfangsmikið, en í heildina verða innleidd um 350 ný og fullkomin prenttæki með hugbúnaði á öllum starfsstöðvum spítalans. Landspítali leigir allan búnað af Optima sem sér jafnframt um allan rekstur og þjónustu við tækin. Starfsmenn Landspítala nota aðgangskort til að leysa út prentverk og því liggja ekki viðkvæmar upplýsingar á tækjunum. Með hertari löggjöf um persónuvernd hentar þessi lausn mjög vel auk þess sem umhverfið nýtur góðs af henni en pappírsnotkun hefur dregist saman með betri nýtingu og minni sóun.

Stikkorð: Landspítali Optima
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is