Hlutfall netverslunar af heildarveltu í verslun jókst um 6,5% á milli mánaða en 13,3% af innlendri kortaveltu í verslun fóru fram í gegnum netið í nóvember síðastliðnum, samkvæmt Rannsóknasetri verslunarinnar . Í fyrra var hlutfall kortaveltu á netinu af heildar kortaveltu í innlendri verslun 16,6%.

Á undanförnum árum hefur nóvember verið stærsti mánuðurinn í innlendri netverslun. Með tilkomu afsláttardaga eins og Singles Day, Black Friday og Cyber Monday hefur kortavelta Íslendinga aukist til muna í nóvembermánuði, samkvæmt grein RSV. Auk þess eiga samkomutakmarkanir stóran þátt í mikilli hækkun í veltu netverslunar á síðastliðnum tveim nóvembermánuðum.

Myndin hér að neðan, sem tekin er úr grein RSV sýnir þessa þróun. Þar má sjá að hlutfall netverslunar af heildarveltu í verslun hækkaði mikið í nóvembermánuði á árunum 2020-2021, mun meira en á árinu 2019.

Hlutfall netverslunar af heildarveltu í verslun
Hlutfall netverslunar af heildarveltu í verslun