Innlend útlán og verðbréfaeign lánakerfisins, nettó, var 7.705 milljarðar króna í lok 3. ársfjórðungs 2008 og hafði þá aukist um 999 milljarða á fjórðungnum.

Ársaukningin til septemberloka var 2.497 milljarðar króna (47,9%) samanborið við 974 milljarðar króna. (23%) ári fyrr.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabanka Íslands.

Þá kemur fram að skuldir heimila við lánakerfið voru 1.890 milljarðar króna í lok sept. og höfðu aukist á 3. ársfjórðungnum um 129 milljarða króna.

Tólf mánaða aukning skulda þeirra til septemberloka var 414 milljarðar króna (28%).

Skuldir fyrirtækja voru í lok sept. 5.517 miljarðar króna en aukning frá áramótum var 1.680 milljarðar króna.

Tólf mánaða aukning þeirra til septemberloka var 54,2% sem er mun meira en ári fyrr, þegar aukningin mældist 27,3%.