Útlit á gjaldeyrismarkaði með íslenskar krónur hefur ekki verið svartara í nokkrar vikur, að því er viðmælendur Viðskiptablaðsins herma.

Gengisvísitala krónunnar lækkaði um 3% í gær og um 4% frá opinberu gengi Seðlabankans á föstudag.

Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins voru innlendir aðilar fyrirferðarmestir í viðskiptum með krónuna í gær og má rekja um 70-80% af 54 milljarða króna veltu yfir daginn til þeirra.

„Svartsýni hefur náð yfirhöndinni og lítið viðnám á kauphliðinni. Það virðast fáir tilbúnir að grípa þennan fallandi hníf sem krónan er orðin,“ segir einn viðmælandi blaðsins.

_______________________________________

Nánar er fjallað um málið á forsíðu Viðskiptablaðsins í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .