Í kjölfar útboða ríkisbréfa í desember kom fram mikill áhugi frá fjárfestum fyrir kaupum á ríkisvíxlum að því er kemur fram í riti Seðlabankans um lánamál. Ríkissjóður hafði ekki gefi ð út víxla í rúmlega eitt ár.

Svo virðist sem að innlendir fjárfestar séu í auknum mæli að snúa sér að kaupum á ríkisskuldabréfum. Útlendingar keyptu aðeins 14% af seldum víxlum.

Í ljósi dræmrar þátttöku í útboðum ríkisbréfa sem voru haldin til að mæta gjalddaga RIKB 08 1212, var ákveðið að halda útboð á ríkisvíxlum að því er kemur fram hjá Seðlabankanum.

Útboð var haldið 19. desember og var þátttaka mjög góð. Í boði voru tveir flokkar ríkisvíxla þ.e. RIKV 09 0127 sem er með gjalddaga 27. janúar og RIKV 09 0320 með gjalddaga 20. mars. Samtals bárust tilboð í RIKV 09 0127 fyrir 40,6 ma.kr. og var tilboðum tekið í fl okknum fyrir 36,5 ma.kr. Vaxtakjörin voru 16,83% (fl atir vextir). Í RIKV 09 0320 bárust tilboð fyrir 39,3 ma.kr. og var tilboðum tekið fyrir 37,1 ma.kr. Vaxtakjörin voru 16,13%. Þetta er mesta þátttaka í einstöku útboði hjá ríkissjóði frá upphafi.