Innlendur hlutabréfamarkaður fór upp á föstudaginn og hækkaði OMXI8 úrvalsvísitalan um 0,74%. Heildarveltan á markaði var þó nokkuð dræm eða um 400 milljónir króna. Þetta kemur fram í morgunpósti IFS í dag.

Mest hækkuðu bréf í Icelandair Group eða um 1,34% í viðskiptum uppá 109 milljónir króna og Marel um 0,84 %. Mesta lækkun var á bréfum í Nýherja um 1,43% og Högum um 0,92% í um 17 milljóna króna viðskiptum.

Raunávöxtun íslenskra lífeyrissjóða nam 8,1% árið 2015 skv. bráðabirgðatölum Landssambands lífeyrissjóðanna. Þessar tölur má rekja til góðrar ávöxtunar á innlendum hlutabréfamarkaði árið 2015 sem var um 47%.