DeCODE genetics, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, hefur selt og endurleigt húsnæði félagsins í Woodridge í Illinois í Bandaríkjunum. Þessi viðskipti færa félaginu um 18,4 milljónir Bandaríkjadala eða um 1200 milljónir króna.

Samkvæmt frétt félagsins seldi það húseign sína fyrir 25 milljónir dala en þar hafa verið rannsóknarstöðvar félagsins í Bandaríkjunum. Um leið var húsnæðið leigt til baka með 17 ára leigusamningi. Samkvæmt frétt félagsins færir salan deCODE 18,4 milljónir dala þegar búið er að gera ráð fyrir kostnaði vegna sölunnar.

Viðbót kl. 14.00: gengi deCODE hefur lækkað um 1,1% það sem af er degi.