BGE eignarhaldsfélag keypti hlutabréf í Baugi af nokkrum starfsmönnum sínum á árinu 2008 fyrir um 300 milljónir króna. BGE og Baugur eru bæði gjaldþrota og hlutabréfin sem keypt voru eru verðlaus.

BGE eignarhaldsfélag keypti hlutabréf í Baugi Group af 4-5 starfsmönnum félagsins á um 300 milljónir króna á árinu 2008. Bréfin urðu verðlaus nokkrum mánuðum síðar þegar Baugur varð gjaldþrota. Mest munaði um kaup á bréfum Skarphéðins Berg Steinarssonar, fyrrum framkvæmdastjóra hjá Baugi, sem hætti störfum fyrir Baug á árinu 2007. Kaupréttarsamningar hans voru gerðir upp árið eftir.

BGE var sérstaklega stofnað í nóvember 2003 til að halda utan um kaupréttarsamningakerfi starfsmanna Baugs. Kerfið virkaði þannig að Kaupþing lánaði Baugi gegn veði í hlutabréfum félagsins og Baugur lánaði féð síðan áfram til starfsmanna Baugs.

-Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu á morgun.

Meðal annars efnis í Viðskiptablaðinu á morgun er:

  • Útgerðarfélagið Þorbjörn hf í mál við Byr
  • Skilanefndir reyna að kyrrsetja eignir Sunds/IceCapital
  • Viðtal við Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar
  • Eignarhaldsfélagið Fasteign bókfærir enn óbyggðar höfuðstöðvar Glitnis
  • Lóðakaupendur stefna Reykjavíkurborg
  • 12. mesta hagsæld í heiminum á Íslandi
  • Fljótsdalshreppur er ríkasta sveitarfélagið
  • Fjarskiptamarkaðurinn tekið miklum breytingum
  • Kvikmyndir: Fáir kapítalistar í Hollywood
  • Stúdíó Sýrland fær andlitslyftingu
  • Kostnaður við skotveiði sundurliðaður

Og margt margt fleira..