Sigrún Guðjónsdóttir frá hugbúnaðar- og ráðgjafafyrirtækinu Innn hf. og Elías Guðmundsson frá ferðaþjónustufyrirtækinu Hvíldarkletti ehf. voru verðlaunuð í dag fyrir bestu markaðsáætlanirnar við útskrift í verkefninu Útflutningsaukning og hagvöxtur (ÚH) sem Útflutningsráð Íslands stendur að í samvinnu við Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins, Landsbanka Íslands, Bakkavör Group, Byggðastofnun, Samtök iðnaðarins og Félag kvenna í atvinnurekstri.  Þetta kemur fram í tilkynningu.

Þetta er í 17. skiptið sem ÚH námskeið er haldið á vegum Útflutningsráðs en um er að ræða þróunarverkefni fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem hafa áhuga á að hefja útflutning eða festa í sessi útflutning sem þegar er hafinn. Að þessu sinni tóku fulltrúar 12 fyrirtækja þátt í námskeiðinu en þau eru Hótel Reynihlíð á Mývatni, Jarðböðin við Mývatn, Afurðarstöð KS á Sauðárkróki, Infotec í Reykjavík, Hótel Laki í Efri-Vík við Kirkjubæjarklaustur, Fiskiðjan Bylgja í Ólafsvík, MKM Footwear í Reykjavík, Batteríið Arkitektar í Reykjavík, Innn í Reykjavík, Hvíldarklettur á Suðureyri, Hvalaskoðun Reykjavíkur og Navia í Reykjavík.

Markaðsáætlum Innn snýr að markaðssetning á vefumsjónarkerfinu LISA inn á breskan markað með smásöluverslanir sem aðalviðfangsefni markaðsstarfsins. Í tilkynningu segir að skýrslan lýsi á glöggan hátt þeim markaðstækifærum sem liggja á hinum valda markaði og gerir grein fyrir sannfærandi leið til að festa fyrirtækið á sessi á markaðnum.

Markaðsáætlum Hvíldarkletts snýr að því að breyta Súgandafirði í nokkurskonar ?þema park? þar sem ferðamenn geta komið í heimsókn og tekið þátt í daglegum störfum þorpsbúa. Veitt sér í soðið, unnið í frystihúsinu o.s.frv. Íbúarnir verða þannig á vissan hátt þátttakendur í sínum eigin raunveruleikaþætti.