Innnes ehf. sem rekur heildverslun með matvörur ásamt fyrirtækjaþjónustu með kaffivélar skilaði 173,5 milljónum króna í hagnað á síðasta ári. Er það vöxtur frá fyrra ári þegar hagnaðurinn nam rétt tæplega 157 milljónum króna.

Vegleg aukning rekstrartekna og gjalda

Rekstrartekjur fyrirtækisins jukust um 76% milli ára, en þær fóru úr 5.287 milljónum króna árið 2014 í 9.335 milljónir á því síðasta.

Einnig jukust rekstrargjöld fyrirtækisins veglega, en þau fór úr tæpum 5 milljörðum í 8,7 milljarða.

Rekstrarhagnaðurinn fyrir afskriftir og fjármagnsliði fór úr 362 milljónum króna í 593 milljónir króna.

Viðskiptavildin aukin mikið

Eignir fyrirtækisins fóru úr 3,3 milljörðum króna í 3,7 milljarða á milli áranna 2014 til loka árs 2015. Í því er vegleg aukning í viðskiptavild sem færð hefur verið úr 220 milljónum árið 2014 í 975 milljónir árið 2015.

Langtímaskuldir fyrirtækisins lækkuðu úr um 1.245 milljónum króna í 1.087 milljónir króna.