Kaup heildsölunar Innnes á Búri er nú formlega genginn í gegn, en tilkynnt var um samrunann á síðasta ári. Með kaupunum fær er Innnes orðinn stór þátttakandi á heildsölumarkaði með ferska ávexti og grænmeti.

Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, segir að fyrirtækið stækki um 70% við samrunann. Velta Innnes fari úr því að verða rúmir 5 milljarðar á ári í rúma 9 milljarða.

Magnús segir að Búr verði fyrst um sinn rekið áfram í starfsstöð sinni við Bæjarflöt, en þar starfa um 40 manns. Engar breytingar verði á starfsmannafjölda. „En í framtíðinni, þegar fyrirhugað er að fyrirtækið flytji í Fossaleyni [þar sem Innnes er til húsa innsk. blm.], þá reynum við að samnýta alla starfskrafta til að auka hagræðingu,“ segir Magnús. Það hvenær Búr flytur ráðist af byggingarhraða nýss vöruhúss í Fossaleyni.