Eimskipafélagið afskrifar Innovate með öllu. Þar með hverfur 74,1 milljón evra eða 8,8 milljarða króna úr bókum þess.

Eiginfjárhlutfallið lækkar í tæplega 16% úr 19%, að sögn stjórnenda.

Æðstu stjórnendur Eimskipafélagsins gerðu miklar væntingar til kaupa á Innovate, bresku fyrirtæki í geymslu og dreifingu á kældum og frystum afurðum, á árunum 2006 og 2007.

En Adam var ekki lengi í paradís. Í gær tilkynnti Óskabarn þjóðarinnar að það hefði afskrifað allan hlut sinn í Innovate. Þar með hverfur 74,1 milljón evra eða 8,8 milljarða króna úr bókum félagsins, eins og dögg fyrir sólu. Það eru 18% af eigin fé.

Vert er að benda á að Baldur Guðnason, fyrrverandi forstjóri félagsins, og Stefán Ágúst Magnússon, fyrrverandi fjármálastjóri, tóku pokann sinn fyrir skömmu.

_______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .