Leiðtogar hvaðanæva úr heiminum verða, ásamt fyrrverandi hermönnum, í Normandí í dag til þess að minnast þess að sjötíu ár eru liðin frá því að innrásin hófst á svokölluðum D-degi.

Leiðtogarnir munu koma saman í Ouistreham, einni af þeirri fimm ströndum þar sem Bandamenn lentu 6. Júní 1944. Francois Hollande, fyrrverandi forseti Frakklands, mun halda ræðu og síðan Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, Elísabet Bretadrottning og Vladimir Pútin, forseti Rússlands.

Innrásin í Normandí er sú stærsta sem gerð hefur verið af hafi í sögunni.