*

miðvikudagur, 24. júlí 2019
Innlent 30. ágúst 2018 10:10

Innri Hugbúnaðarlausnir semja við Volvo

Með þessum samning taka ráðgjafar Innri að sér fjölbreytt verkefni á sviði Identiy og Access Managment fyrir fyrirtækin tvö.

Ritstjórn
Starfsmenn Innri Hugbúnaðarlausna.
Aðsend mynd

Innri Hugbúnaðarlausnir skrifaði nýverið undir samning um ráðgjafavinnu fyrir Volvo og Husqvarna Group í Svíþjóð. Með þessum samning taka ráðgjafar Innri að sér fjölbreytt verkefni á sviði Identiy og Access Managment fyrir fyrirtækin tvö.

Verkefnin munu að mestu leiti felast í yfirumsjón með rekstri á IBM lausnum og ráðgjöf þegar kemur að kerfishönnun. Við verklega útfærslu munu sérfræðingar Innri nýta sér innviði og mannauð hjá Volvo og Husqvarna.

Innri Hugbúnaðarlausnir eru upplýsingatæknifyrirtæki sem vinnur mest með öryggishugbúnað frá IBM. Innri leggur áherslu á öryggislausnir sem skila viðskiptavinum ávinningi í formi lægri UT rekstrarkostnaðar en fyrst og fremst bættu öryggi tölvukerfa. Helstu lausnir sem fyrirtækið vinnur með eru Identity and Access Management (IAM) lausnir ásamt öðrum öryggislausnum og samþættingu þeirra. Viðskiptavinir fyrirtækisins koma úr ýmsum áttum, allt frá hinu opinbera til fjármálageirans út í alþjóðleg fluttningsfyrirtæki svo eitthvað sé nefnt. Fyrirtækið var stofnað árið 2013.

„Þetta er mikil viðurkenning fyrir fyrirtækið og sýnir það traust sem IBM og aðrir samstarfsaðilar á norðurlöndunum bera til okkar“ sagði Guðmunda Bára framkvæmdastjóri.

„Samningar sem þessir eru sérstaklega verðmætir því í Skandinavíu tíðkast að semja um fast þjónustugjald á mánuði. Þetta lágmarkar sveiflur fyrir báða aðila og skapar grundvöll fyrir skýrari langtímasýn. Þetta á við um bæði úrvinnslu verkefna sem og við nálgun á nýjum verkefnum.“

Ennfremur er haft eftir Guðmundu. „Í nútíma tækniumhverfi er auðvelt að vinna verkefni sem þessi að langmestu leiti í fjarvinnu. Aðsetur fyrirtækisins og allra starfsmanna þess verður því óbreytt að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði, þrátt fyrir aukin umsvif á norðurlöndunum.“