Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, mun á næstunni halda ókeypis námskeið fyrir stjórnendur til að efla innsæi þeirra. Steinþór hefur sankað að sér upplýsingum um notkun innsæis við ákvarðanatöku og vildi leyfa kennaranum í sér að blómstra og miðla þekkingu sinni.

Steinþór stillir sínu námskeiði upp fyrir stjórnendur en segir þó að notkun innsæis sé hagnýt fyrir alla. „Í þessu tilfelli er ég að hugsa þetta fyrir stjórnendur, þeir eru oft að glíma við stórar og mikilvægar ákvarðanir,“ segir Steinþór. Þetta er í fyrsta skipti sem hann heldur slíkt námskeið og í fyrsta skipti sem slíkt námskeið er haldið á Íslandi að því er Steinþór telur.

„Það er mikið talað um innsæi í viðskiptum en ég hef hvergi séð menn kenna hvernig hægt er að efla það,“ segir Steinþór.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .