*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Innlent 2. nóvember 2013 08:01

Innstæður landsmanna leita annað

Innstæðueign á bankareikningum hérlendis hefur dregist saman um 40% frá árslokum 2008.

Guðni Rúnar Gíslason
Haraldur Guðjónsson

Innstæður í íslenskum bönkum jukust gríðarlega milli áranna 2007 og 2008 en hafa síðan þá dregist saman um tæp 40%. Í lok árs 2007 sögðust 72.396 íslenskar fjölskyldur eiga samtals um 378,7 milljarða á innlendum bankareikningum.

Næsta ár á eftir voru í fyrsta sinn sjálfkrafa áritaðar bankaupplýsingar á skattframtöl í stað þess að fólk taldi sjálft fram án þess að upplýsingarnar væru sóttar beint í bankakerfið. Þá kom í ljós að 168.693 fjölskyldur áttu 767,2 milljarða á bankareikningum eða rétt rúmlega tvöfalt það sem áður var talið fram. Þetta kemur fram í grein Páls Kolbeins, rekstrarhagfræðings hjá Ríkisskattstjóra,

í síðasta tölublaði Tíundar. Þess ber að geta að í lok árs 2008 var búið að koma á allsherjar innstæðutryggingu af hálfu íslenska ríkisins sem ætti að útskýra einhvern hluta af þessari aukningu milli ára.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is