Innstæðubréf Seðlabanka Íslands gengu öll út í útboði bankans í dag.

Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbanans en tilkynnt var um útgáfuna samhliða stýrivaxtaákvörðun fyrir tveimur vikum og ákveðið að gefa út 15-25 milljarða króna vikulega.

Í dag voru seld bréf fyrir 25 milljarða króna sem bera 9,75% nafnvexti, nokkru hærri en fyrir viku þegar þeir voru 9,67%. Samanburður við vexti ríkisbréfa á skuldabréfamarkaði sýnir að á sama tíma hefur ávöxtunarkrafa styttri bréfanna hækkað um 12 til 26 punkta. Innstæðubréfaflokkurinn er nú kominn í 50 milljarða króna.