*

laugardagur, 17. ágúst 2019
Innlent 11. apríl 2010 11:00

Innstæður verða tryggðar að fullu um ófyrirséða framtíð

Þótt nýtt frumvarp um innstæðutryggingar verði að lögum mun yfirlýsing ríkisstjórnar standa

Þórður Snær Júlíusson

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um að allar innstæður í íslenskum bönkum séu tryggðar mun ekki falla úr gildi þótt að ný lög um innstæðutryggingar verði að lögum. Þetta staðfestir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra.

Frumvarp til nýrra laga um innstæðutryggingar var lagt fram á Alþingi í lok nóvember í fyrra og verður væntanlega afgreitt úr viðskiptanefnd á næstu vikum. Að sögn Gylfa er enginn efnislegur ágreiningur um málið og það ætti því að verða að lögum skömmu síðar. Samkvæmt nýja frumvarpinu verða innstæður tryggðar fyrir jafnvirði 50 þúsund evra, um 8,6 milljónir króna. Gylfi segir þó að samþykkt laganna muni ekki leiða til þess að yfirlýsing ríkisstjórnarinnar falli úr gildi.

Lilja Mósesdóttir er ósammála efnahags- og viðskiptaráðherra og vill að yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um allsherjartryggingu innstæðna verði felld úr gildi. „Það er ótækt að við séum með 100% tryggingu á innstæðum.“

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér.