Samkvæmt bráðabirgðatölum SAM (Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði) um innvigtun mjólkurstöðvanna í júlí þá var innvigtun júlímánaðar um 9,5 milljónir lítra sem er um 700 þús. lítrum meira en í júlí í fyrra. Innvigtun það sem af er verðlagsárinu var um 100,8 milljónir lítra sem er um 96% af heildargreiðslumarki verðlagsársins.

Áætla má að innvigtun ágústmánaðar verði á bilinu 8,5 - 9 milljónir að öllu óbreyttu og því má gera ráð fyrir að umframmjólk verði á bilinu 4,5 til 5 milljónir lítra.