Síðastliðinn þriðjudag hlaut Inspired by Iceland auglýsingaherferðin sín þriðju alþjóðlegu markaðsverðlaun. Nú hlaut herferðin silfur- verðlaun IPA í Bretlandi (e. The IPA Effectiveness Awards) fyrir árangursríka meðferð markaðsfjármuna, að því er greint er frá í tilkynningu um verðlaunin.

Útfærsla og vinnsla Inspired by Iceland voru unnin af Íslensku auglýsingastofunni og Brooklyn Brothers í London í samvinnu við Íslandsstofu. Herferðinni var hrundið af stað í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli til að reyna að bjarga ferðamanna- sumrinu 2010. Um 700 milljónir voru settar í verkefnið.

Áður hefur markaðsherferðin hlotið silfurverðlaun APG fyrir hugmyndaríka stefnumörkun (e. APG Creative Stra- tegy Awards) og IBI gullverð- laun Euro Effie fyrir góðan árangur.

Nánar má lesa um auglýsingaherferðina í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.