Instagram, sem keypt var af Facebook fyrir milljarð bankarískra dollara árið 2012 hóf að vera með auglýsingar hjá bandarískum notendum í nóvember og hefur nú ákveðið að stækka markaðinn og bjóða einnig upp á auglýsingar í Bretlandi, Kanada og Ástralíu.

Instagram forritið nota yfir 200 milljónir notenda um allan heim í dag. Auglýsingastofan eMarketer áætlaði að af þeim væru um það bil 34,9 milljón Instagram notenda í Bandaríkjunum og því væri mjög stór markaður utan Bandaríkjanna.

Það er raunhæft skref fyrir Instagram að hefja að bjóða upp á auglýsingar í öðrum ensku mælandi löndum, til að leyfa alþjóðlegum fyrirtækjum að auglýsa einnig utan Bandaríkjanna sagði Debra Aho Williamson, starfsmaður greiningadeildar hjá eMarketer, við breska ríkisútvarpið, BBC .

Í augnablikinu eru um 20 fyrirtæki meðal annars Adidas, General Electric og Levi's sem auglýsa hjá Instagram. Hins vegar hefur ferlið að hefja auglýsingar á Instagram gengið hægt vegna þess að notendur forritsins hafa áhyggjur af því að ekki verði eins gott að nota það ef um of miklar auglýsingar er að ræða. Instagram hefur því farið varlega í ferlinu að bæta við auglýsendum í Bandaríkjunum og segist Williamson telja að reynslan verði svipuð í hinum enskumælandi löndunum.