Instagram hefur byrjað að bjóða fjárhagslega hvata fyrir TikTok notenda, með milljónir fylgjenda, að skipta um vettvang yfir í Instgram Reels, sambærilega þjónustu sem á að fara á loftið í ágúst.

Mögulegar greiðslur geta numið allt að hundruðum þúsundum dollara, samkvæmt heimildum WSJ . Fyrirtæki hafa borgað vinsælum notendum TikTok háar fjárhæðir fyrir að nota ákveðin lög, klæðast merkjavörum eða auglýsa vörur í myndböndum þeirra.

Instagram hefur nálgast fjölbreyttan hóp notenda frá ýmsum löndum þar sem verið er að prufukeyra Reels, samkvæmt talskonu samfélagsmiðilsins.

Aðsókn Instagram, dótturfyrirtæki Facebook, er sterkasti merkið hingað til um það að fyrirtækið ætli í beina samkeppni við kínverska fyrirtækið ByteDance sem heldur utan um TikTok.

ByteDance brást við fréttunum með því að tilkynna á fimmtudaginn síðasta um nýjan 200 milljóna dollara sjóð sem á að hjálpa höfundum myndefnis á vettvanginum að sækja sér auknar tekjur.