Notendum Instagram snjallsímaforritsins fjölgar stöðugt og telja þeir nú fleiri en 300 milljónir. Hefur fyrirtækið þannig tekið fram úr Twitter sem hefur 284 milljónir notenda. Þetta kemur fram á vef BBC News .

Facebook, sem hefur 1,35 milljarða virkra notenda, keypti Instagram árið 2012 og hefur vöxtur fyrirtækisins verið nokkuð stöðugur síðan. Til dæmis voru notendur Instagram um 200 milljónir síðasta sumar og hefur fjölgunin því verið gríðarleg undanfarna mánuði.

Kevin Systrom, framkvæmdastjóri Instagram, segir þetta spennandi tímamót fyrir fyrirtækið og telur að það muni halda áfram að vaxa á næstu árum.