Samfélagsmiðillinn vinsæli Instagram, sem er í eigu Facebook, er með í bígerð uppfærslu sem gerir notendum kleift að koma í veg fyrir að hatursorðræða verði sýnileg á reikningum sínum á samfélagsmiðlinum. Reuters greinir frá.

Mun þessi nýi möguleiki sigta út meiðandi orð, setningar og tjákn (e. emoji). Instagram hefur um nokkurt skeið verið gagnrýnt fyrir að taka ekki nógu hart á hatursorðræðu sem blossar upp inni á samfélagsmiðlinum.

Mun þessi möguleiki rata inn á samfélagsmiðilinn í sumum löndum á næstu vikum að sögn samfélagsmiðilsins.