Sala á tölvum, sem eru langflestar með örgjörva frá Intel, hefur minnkað í kjölfar síaukinna vinsælda snjallsíma og spjaldtölva. Um 64% af tekjum Intel eru fengnar af sölu örgjörva í tölvur.

Miðað við dalandi sölutölur tölva yrði sterku leikur hjá fyrirtækinu að herja á snjallsíma- og spjaldtölvumarkaðinn. Einn þeirra risa sem eru á þeim markaði er Apple en það gerir sína eigin örgjörva í bæði iPhone og iPad.

Hagnaður á fjórða ársfjórðungi 2012 minnkuðu um 27% í 2,5 milljarða dollara, þrátt fyrir það er hagnaðurinn meiri greinendur bjuggust við. Tekjur minnkuðu líka sem nemur um 3% í 13,5 milljarða dollara.

Paul Otellini, forstjóri Intel, sagði að tölvugeirinn væri að þróast og að Intel myndi gera slíkt hið sama.