Gengi hlutabréfa Intel hækkaði um 2% í gær eftir að félagið tilkynnti að tekjur og hagnaður á þriðja ársfjórðungi yrðu hærri en Intel hafði áður spáð fyrir um í júlímánuði. Bandaríska tölvufyrirtækið sagði að ástæða þessa væri einkum vaxandi eftirspurn á alþjóðamörkuðum.

Félagið segist eiga von á því að tekjur á ársfjórðungnum verði á bilinu 9,4 til 9,8 milljarðar Bandaríkjadala, samanborið við fyrri spár upp á 9 til 9,6 milljarða dala.