Ef ekki verður fjárfest fleiri hundruðum milljarða króna í grunngerð internetsins, mun það ekki getað staðið undir netnotkun einstaklinga og fyrirtækja innan tveggja ára; kemur fram í könnun sem Nemertes Research Group birti í síðustu viku.

Þar kemur fram að gríðarlegur fjöldi nýrra hreyfimynda og annars efnis sem hafi streymt inn á netið að undanförnu gæti sligað netið í núverandi mynd ef ekki verði aðhafst. Þá kemur fram að 8.500 milljarða krónu fjárfestinga sé þörf eigi þessar hrakspár ekki að verða að raunveruleika. Í Norður-Ameríku einni saman er þörf á 2.600-3.400 milljarða króna fjárfestingu á grunngerð internetsins á næstu 3-5 árum.

Rannsóknin staðfestir áhyggjur samtakanna Internet Innovation Alliance (IIA) sem hafa varað við því að "exaflóð" hreyfimynda og annars efnis muni "stífla leiðslur netsins." Samkvæmt rannsóknum IIA munu internetnotendur á þessu ári búa til 161 exabæt af nýju efni, en eitt exabæt samsvarar um 1,1 milljörðum gígabæta. Eitt exabæt samsvarar því um það bil 50 þúsund árum af spiluðum hreyfimyndum í DVD gæðum.

Forstjóri IIA, Bruce Mehlman segir að samtökin telji að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir afleiðingum þessa exaflóðs og fjárfestingaáætlanir séu illa skilgreindar. Hann leggur meðal annars til að yfirvöld í Bandaríkjunum komi að málinu, meðal annars með skattafríðindum. Hann bendir í því samhengi á að neytendur borgi að meðaltali 13% í skatt fyrir fjarskiptaþjónustu, sem sé svipað og greitt er fyrir tóbak og áfengi. "Við lítum svo á að það séu mistök að líta á fjarskipti sem þægindi og skattleggja það sem synd," segir Mehlman.

Heimild :Viskiptablaðið.