Íslenska hátæknifyrirtækið VidentifierTechnologies hefur verið valið til að sjá INTERPOL fyrir myndgreiningartækni í átaki gegn barnaklámi. INTERPOL rekur alþjóðlegan gagnagrunn fyrir lögreglu sem skráir myndefni sem sýnir kynferðislega misnotkun barna. Gagnagrunnurinn er aðgengilegur lögregluyfirvöldum í yfir 190 löndum en hann hjálpar lögreglu að bera kennsl á fórnarlömb, að framfylgja lögum gegn barnamisnotkunarefni og að finna slíkt efni í dreifingu, m.a. á netþjónustum og vefsíðum opnum almenningi.

Herwig Lejsek, framkvæmdastjóri Videntifier Technologies, segir samninginn við Interpol þann stærsta sem fyrirtækið hefur gert frá því það var stofnað fyrir fimm árum. Hann segir mikla vinnu framundan við að aðlaga kerfið að gagnagrunni Interpol en í augnablikinu starfa átta starfsmenn hjá fyrirtækinu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.