*

miðvikudagur, 26. febrúar 2020
Erlent 2. janúar 2020 17:50

Interpol lýsir eftir Ghosn

Interpol hefur gefið út handtökuskipun á hendur fyrrverandi forstjóra Nissan sem flúði frá Japan til Líbanon með ævintýralegum hætti.

Ritstjórn
Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóra Nissan.
european pressphoto agency

Interpol hefur gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóra Nissan, sem flúði Japan með ævintýralegum hætti til Líbanon, en hann er með líbanskt vegabréf. FT greinir frá.

Hann er talinn hafa flogið á einkaþotu og millilent í Tyrklandi á leiðinni til Beirút í Líbanon. Ghosn segir ekkert hæft í því að fjölskyldumeðlimir hans hafi aðstoðað á flóttanum í yfirlýsingu til fjölmiðla. Hann hafi verið einn að störfum.

Sjá einnig: Sagður hafa flúið í hljóðfærakassa

Sjö starfsmenn flugvallar í Istanbúl auk flugmanna voru handteknir í dag vegna málsins. Líbönsk yfirvöld ber engin skilda til að handtaka eða framselja Ghosn er landi. 

Ghosn beið réttarhalda í Japan þar sem hann er grunaður um skattaundanskot og fjármálamisferli. Hann neitar sök. 

Stikkorð: Nissan Ghosn