Í tilkynningu sem Intrum á Íslandi hefur sent frá sér kemur fram að ný reglugerð um endurskoðun samninga við kröfueigendur mun hafa í för með sér nokkra lækkun á verðskrá innheimtukostnaðar greiðenda og segir fyrirtækið að í einhverjum tilvikum getur þurft að endurskoða samninga við kröfueigendur.

„Ráðgjafar okkar munu á næstu dögum yfirfara alla viðskiptasamninga og verkferla með tilliti til forsendna reglugerðarinnar og í framhaldi af því vera í sambandi ef breytinga er þörf," er haft eftir forstjóra félagsins Sigurði Arnari Jónssyni í tilkynningu.