Aljóðasamtök atvinnurekenda (IOE), sem Samtök atvinnulífsins (SA) eiga aðild að, hafa sent leiðtogum G-20 ríkjanna opið bréf þar sem þeir eru hvattir til þess að bæta starfsumhverfi fyrirtækja.

Samtökin segja of snemmt að fagna lokum kreppunnar þó svo jákvæð teikn hafi sést á mörkuðum og vöxtur látið á sér kræla á ný.

Þetta kemur fram á vef SA í dag en IOE segja aukin opinber útgjöld skýra þróunina en einkageirinn eigi enn í töluverðum vandræðum. Endurreisn efnahagslífsins byggi hins vegar á því að fyrirtækin nái sér á strik ekki útþenslu hins opinbera.   Bréfið er skrifað vegna fundar G-20 ríkjanna sem fram fer í Pittsburgh í Bandaríkjunum 24.-25. september. Í bréfinu segja IOE að framtíðarhorfur í atvinnulífinu muni ráðast af þeim ákvörðunum sem leiðtogar öflugustu ríkja heims muni taka á næstunni og þær beri að vanda. IOE setja fram fimm áherslupunkta í bréfinu sem þau segja mikilvægt að leiðtogar ríkjanna hugi vel að.

Sjá nánar á vef SA.