*

fimmtudagur, 21. október 2021
Fólk 13. september 2017 09:33

ION samstæðan bætir við sig fólki

Á þessu ári hefur umfangið aukist talsvert með opnun á þremur stöðum við Laugaveg, þ.e. ION City Hótel, Opal Apartments íbúðahóteli og Sumac veitingastaðnum.

Ritstjórn

ION samstæðan hóf starfsemi 2013 með opnun á ION Adventure hótelinu á Nesjavöllum og hefur rekstur samstæðunnar vaxið jafnt og þétt á síðustu árum. Á þessu ári hefur umfangið aukist talsvert með opnun á þremur stöðum við Laugaveg, þ.e. ION City Hótel, Opal Apartments íbúðahóteli og Sumac veitingastaðnum. Samstæðan hefur því bætt við stjórnendateymi sitt að undanförnu.

Halla Halgrímsdóttir var ráðin sem hótelsstjóri ION Adventure síðasta vor. Haalla er viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands auk þess að hafa lokið MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík. Halla starfaði lengi á fjármálamarkaði en nú síðustu ár sinnti hún starfi deildarstjóra á atvinnutryggingasviði hjá Verði tryggingum.

Monika Sirvyte hefur verið ráðin hótelsstjóri á ION City og Opal Apartments. Monika lærði bókmenntafræði og málvísindi við Háskólann í Vilníus í Lítháen og þegar hún flutti til Íslands 2009 lærði hún íslensku sem annað mál við Háskóla Ílands. Monika hóf störf hjá félaginu 2013 samhliða því að starfa sem þýðandi hjá Intercultural Iceland ehf. 

Finnbogi Gylfason hefur verið ráðinn fjármála- og rekstrarstjóri hjá ION samstæðunni. Finnbogi lærði viðskiptafræði í Louisiana háskóla í Monroe í Bandaríkjunum. Hann hefur unnið allan sinn starfsferil í fjármálum fyrirtækja og þar af sem fjármálastjóri Icelandic Group hf. og er frá 2012 sem fjármálastjóri 66° Norður. 

Sigurlaug Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segist bjartsýn og ánægð með viðbótina. „Það er gott og heilbrigt fyrir rekstur í uppbyggingu að fá til sín sterka einstaklinga með þekkingu og reynslu frá öðrum atvinnugreinum,“ sagði hún. 

Stikkorð: fólk vöxtur ION samstæðan