Nördarnir á ThinkGeek og félagið ION hafa sameinað krafta sína til að gera hugmynd, sem upprunalega átti að fá fólk til að hlaupa 1. apríl, að veruleika. Á þessum mikla lygadegi sagði ThinkGeek frá því á heimasíðu sinni að gerður hafi verið spilakassi sem hægt er að tengja við iPad-tölvu Apple.

Hugmyndin þótti eftir á að hyggja ekki heimskulegri en svo að ákveðið var að hanna slíkan spilakassa og reyna þannig að gera eintaklingum kleift að hverfa aftur til tíma leikjasalanna.

Spilakassinn heitir iCADE og á honum eru 8 takkar og stýripinni. Gripurinn hefur þegar verið kynntur og má sjá hér , en hann verður hægt að kaupa næsta vor fyrir 99,99 dali.