Búið er að selja 3 milljónir iPhone 3G-síma frá Apple eftir eins mánaðar sölu. Það er mat greinandands Michael Cote hjá Cote Collaborative.

Talsmaður Apple neitar að staðfesta þessar sölutölur en Michael Cote hefur hingað til verið sannspár á þróun á fjarskiptamarkaði.

Þetta kemur fram á vefnum CNN Money.com.

Þessar sölutölur, ef réttar reynast, fara fram úr spám sérfærðinga á Wall Street.

Apple seldi 1 milljón iPhone 3G-síma á þremur fyrstu dögunum eftir að síminn kom á markað í júlí á þessu ári. Hann er nú seldur í 22 löndum.