Apple seldi fimm milljónir iPhone 5-síma um helgina. Sala á símunum hófst á föstudag.

Þetta er engu að síður undir miklum væntingum Gene Munster, sérfræðingi í málefnum Apple, hjá greiningarfyrirtækinu Piper Jaffray. Hann spáði því að Apple myndi selja allt að átta milljónir síma fyrstu helgina. Aðrir spáaðilar reiknuðu með því að allt að sex milljónir síma kæmust í hendur nýrra eigenda. Þrátt fyrir þetta er salan betri en þegar iPhone 4S kom á markað í fyrrahaust. Þá seldust fjórar milljónir síma.

Í netútgáfu Financial Times er vitnað til þess að forsvarsmenn Apple telji að lokun verksmiðju Foxconn í Kína sem framleiðir íhluti í símana fyrir Apple hafi komið niður á sölunni.