Allir símar af gerðinni iPhone 5S eru uppseldir hér á landi. Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóra samskiptasviðs Vodafone, segir í tilkynningu símann ekki hafa verið fáanlegan í verslunum fyrirtækisins síðan fyrir jól. Sömu sögu sé að segja af öðrum söluaðilum. Von sé á nýrri sendingu til landsins í lok vikunnar. Reyndar er þegar búið að panta stóran hluta sendingarinnar.

Haft er eftir honum að stór hluti síma af gerðinni iPhone 5S hafi verið virkjaði fyrir jól á meðan 5C og eldri gerðin 4S hafi flestir verið virkjaðir eftir jólin.

Mikil aukning var á iPhone-símum fyrir jólin og var hann sá söluhæsti. Vodafone og fleiri fyrirtæki gerðu beina samninga við Apple fyrir jól og lækkaði verð hans verulega eða um allt að 35%.